Fisksamfélög við Landeyjar – skýrsla vegna fyrirhugaðrar efnistöku af sjávarbotni. HV 2024-02

Nánari upplýsingar
Titill Fisksamfélög við Landeyjar – skýrsla vegna fyrirhugaðrar efnistöku af sjávarbotni. HV 2024-02
Lýsing

Ágrip

Sem hluti af umhverfismati vegna fyrirhugaðrar efnistöku allt að 75 milljón m3 af sjávarbotni við Landeyjar yfir 30 ára tímabil var farið í rannsókn á fisksamfélögum innan og við efnistökusvæðin. Togað var með sandsílaplógi til að fanga sandsíli og fiskseiði og bjálkatrolli, sem hentar vel til að safna flatfiskum. Einnig voru tekin saman gögn úr stofnmælingum á og við svæðin ásamt gögnum úr afladagbókum fiskiskipa. Ein togstöð í vorralli og tvær í grunnslóðaralli hafa verið teknar árlega síðan árið 1985 (vorrall) og 2017–2022 (grunnslóðarall), en einnig 2–3 stöðvar á ári í netaralli síðan árið 1996 við efnistökusvæðið.

Alls hafa 28 tegundir fundist á svæðinu í þessum rannsóknum, mest af loðnu og þorski í kringum hrygningartíma í mars-maí, en svæðið liggur innan mikilvægra hrygningarsvæða. Einnig er að finna mikið af ýsu og lýsu en minna af ufsa, löngu og steinbít. Síðsumar og á haustin er mikið um smáa skarkola, sandkola, skrápflúru, ýsu, lýsu og tindaskötu, en grunnsævi á þessum landshluta eru mikilvæg uppeldissvæði fyrir þessar tegundir. Í ágúst 2023 voru það einkum smá sandsíli (4-5 cm) og skrápflúrur (1,5-3 cm) sem veiddust í sandsílaplóg á svæðinu.

Efnistaka af sjávarbotni hefur aukist mikið á heimsvísu síðastliðna áratugi, með slæmum afleiðingum þar sem hún hefur verið óhófleg. Fyrirhuguð er efnistaka yfir langan tíma og á sendnum botni sem er á stöðugri hreyfingu vegna veðurs, strauma og úthafsöldu. Rannsóknir á umhverfisáhrifum eru af skornum skammti og óljóst hvort eða hversu mikil áhrif fyrirhuguð efnistaka myndi hafa á samfélög fiska á svæðinu.

Abstract

As a part of an environmental assessment due to proposed marine sand mining plans for 75 million m3 near Landeyjar over a 30-year period, an investigation of fish communities was conducted. Sampling was made with a sand-eel plow for sand eel and fish juveniles, and with a beam trawl which is suitable for catching flatfish. Information from annual groundfish surveys and logbooks collected within and in the vicinity of the areas were analysed. One bottom-trawl survey station and two beam-trawl survey stations have been towed since 1985 and 2017-2022, respectively. Additionally, 2-3 stations have been sampled annually as part of a gillnet survey since 1996 near the proposed mining area.

A total of 28 species have been found in the area, mostly capelin and cod during the spawning season in March-May, but the area is located within an important spawning area of these species. Large quantities of haddock and whiting were also found along with lower quantities of saithe, ling and wolffish. During late summer and the fall, this area lies within important nursery grounds for plaice, dab, long rough dab, haddock, whiting and starry ray. In August 2023, mostly small sand-eels (4-5 cm) and long rough dab (1,5-3 cm) were captured with the sand-eel plow.

Marine sand mining has increased immensely globally in recent decades with negative consequences where too much has been mined. The sand mining is proposed over a long time and on a sandy bottom that is in constant movement due to weather, currents and waves from the open ocean. Research on environmental effects of sand mining is scarce and the effects on fish communities in the area are unclear.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 2
Blaðsíður 17
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð fisksamfélög, umhverfismat, efnistaka úr sjó, þorskur, loðna, flatfiskar, stofnmælingar, afladagbækur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?