Exploration of Benthic Invertebrate Diversity Indices and Ecological Quality Ratios for defining ecological status of coastal marine waters according to the Water Framework Directive (2000/60/EC). HV 2021-05

Nánari upplýsingar
Titill Exploration of Benthic Invertebrate Diversity Indices and Ecological Quality Ratios for defining ecological status of coastal marine waters according to the Water Framework Directive (2000/60/EC). HV 2021-05
Lýsing

Til þess að uppfylla kröfur laga um stjórn vatnamála (nr. 36/2011) og reglugerðar nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun skal skilgreina líffræðilega gæðaþætti sem nota á við vistfræðilega ástandsflokkun strandsjávarvatnshlota. Í þessari úttekt voru fyrirliggjandi gögn um botnlæga hryggleysingja (botndýr) af mjúkum botni frá ýmsum fjörðum fyrir austan, norðan og vestan notuð til þess að ákvarða hentugan vísi (fjölbreytileika og/eða þolvísir) við vöktun vatnshlotagerða í strandsjó við Ísland. Ýmsir vísar voru skoðaðir og leiddi þessi vinna til þess að mælt er með því að nota samsetta gæðavísinn NQI1 (Norwegian Quality Index 1) við mat á vistfræðilegu ástandi strandsjávarvatnshlota. Fyrstu drög að viðmiðunarmörkum fyrir vistfræðilegt gæðahlutfall (EQR) eru lögð fram og byggja þau á útreikningum á NQI1 fyrirliggjandi gagna, sérfræðiáliti, þekkingu á staðháttum sýnatökustaða og mati á raski þeirra svæða sem sýnin voru tekin frá. Lagt er til að í framhaldi af þessari vinnu verði gerð frekari úttekt á vísum fyrir botnlæga hryggleysingja, endurmeta EQR viðmiðunarmörkin með frekari gagnasöfnun sem miðuð eru að markmiði vöktunar strandsjávarvatnshlota, skoðað verði hvernig vísar bregðast við mismunandi álagi og að metnar verði aðferðir sem taka mið af niðurstöðum fleiri gæðavísa.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 28
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Water Framework Directive, benthic invertebrates, diversity indices, ecological quality ratio, ecological monitoring
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?