Efnasamsetning grunnvatns á vatnasviði Mývatns. HV 2019-18

Nánari upplýsingar
Titill Efnasamsetning grunnvatns á vatnasviði Mývatns. HV 2019-18
Lýsing

Efnasamsetning grunnvatns á vatnasviði Mývatns var mæld í sýnum sem safnað var í byrjun september 2017. Styrkur aðalefna og snefilefna, þ.m.t. næringarefna var mældur. Styrkur aðalefna og köfnunarefnis var hærri í lindum sem renna til Ytriflóa en í Syðriflóa en styrkur fosfórs var meiri í lindum sem renna til Syðriflóa. Vísbendingar eru um næringarefnamengun í lind við Bjarg og sýna mælingar að það hefur verið þannig frá því að fyrstu sýni voru tekin 1973. Samanburður við eldri gögn sýnir að styrkur köfnunarefnis í Helgavogi og Kálfstjörn hefur heldur lækkað frá 1973, en er samt hærri en á öðrum sýnatökustöðum á svæðinu. Fosfórstyrkur er hlutfallslega meiri en köfnunarefnisstyrkur miðað við þörf ljóstillífandi lífvera sem gerir vatnið ákjósanlegt fyrir köfnunarefnisbindandi blábakteríur sem ná oft miklum blóma í Mývatni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 47
Leitarorð Næringarefni, lífræn mengun, grunnvatn, Mývatn, Mývatnssveit, aðalefni, snefilefni, næringarefni, mývatn, mývatnssveit
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?