Arnarfjörður: Ástand sjávar, straumar og endurnýjun botnlags / Arnarfjörður: Hydrographic conditions, currents and renewal of bottom layer. HV 2021-38

Nánari upplýsingar
Titill Arnarfjörður: Ástand sjávar, straumar og endurnýjun botnlags / Arnarfjörður: Hydrographic conditions, currents and renewal of bottom layer. HV 2021-38
Lýsing

Undanfarin ár hefur Hafrannsóknastofnun staðið fyrir rannsóknum á ástandi sjávar og umhverfi í flestum fjörðum landsins. Þekking á straumum og vistkerfi fjarða nýtist m.a. fyrir burðarþolsmat m.t.t. sjókvíaeldis. Skýrsla þessi fjallar um ástand sjávar, strauma og endurnýjun botnlags í Arnarfirði á grundvelli umfangsmikilla athugana Hafrannsóknastofnunar undanfarin ár. Arnarfjörður hefur þá sérstöðu meðal íslenskra fjarða að hann hefur grunnan þröskuld í fjarðarmynninu með þröskuldsdýpi 65 m en innar er víða meira dýpi allt að 113 m. Helstu niðurstöður eru að Arnarfjörður er vel blandaður á veturna, en lagskiptur á sumrin. Meginstraumar í Arnarfirði utan Langaness eru inn fjörðinn sunnan megin og út norðanmegin og vatnsskipti fyrir ofan þröskuldsdýpi eru mikil. Hins vegar er botnlagið sem er fyrir neðan 65 m dýpi að mestu leyti einangrað frá maí fram í nóvember ár hvert, og súrefnismettun í því lagi lækkar frá 90 % niður í 30 – 60 % áður en endurnýjun fer fram um haustið. Endurnýjun botnlags og uppblöndun sjávar í firðinum gerist þegar lagskipting hverfur vegna kólnunar á yfirborði og aukinni eðlisþyngd strandsjávar sem streymir inn í fjörðinn.

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Andreas Macrander
Nafn Sólveig R. Ólafsdóttir
Nafn Magnús Danielsen
Nafn Hjalti Karlsson
Nafn Arnþór Bragi Kristjánsson
Nafn Jacek Sliwinski
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 47
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Arnarfjörður, ástand sjávar, straummælingar, súrefni, endurnýjun, fiskeldi, burðarþolsmat, Arnarfjörður, hydrography, current measurements, oxygen, renewal, aquaculture, carrying capacity
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?