Ingibjörg Jónsdóttir flytur erindi á málstofu

Ingibjörg Jónsdóttir flytur erindi á málstofu

Á málstofu Hafrannsóknastofnunar þann 23. febrúar flytur Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingar á Hafrannsóknastofnun erindi sem nefnist: Breytingar í vistkerfi íslenskra fjarða. Málstofan hefst kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Málstofu verður streymt í gegnum YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar
 
Verið velkomin
 

Ágrip

Á síðustu áratugum hefur aukin áhersla verið lögð á rannsóknir á vistkerfum sjávar. Í erindinu verður farið yfir tegundafjölbreytileika og breytingar í magni og útbreiðslu nokkurra tegunda í sex fjörðum við Ísland. Niðurstöðurnar benda til að töluverðar breytingar hafa orðið á vistkerfi íslenskra fjarða á síðastliðnum 30 árum þar sem magn þorsks og ýsu hefur aukist en magn annarra tegunda hefur minnkað verulega. Líklegt er að minnkunina megi að einhverju leyti rekja til aukins afráns þó aðrir þættir hafi einnig áhrif.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?