Anna Heiða Ólafsdóttir flytur erindi á málstofu

Anna Heiða Ólafsdóttir flytur erindi á málstofu

Á málstofu þann 22. mars flytur Anna Heiða Ólafsdóttir sérfræðingar á Hafrannsóknastofnun erindi sem nefnist: Útbreiðsla makríls í Norðaustur-Atlantshafi frá 1997 til 2016. Málstofa hefst kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Málstofu verður streymt í gegnum YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Ágrip

 
Síðastliðinn áratug hefur útbreiðslusvæði makríls, að sumarlagi í Norðaustur-Atlantshafi, tvöfaldast eða frá því að vera takmarkað nær eingöngu við Noregshaf yfir í að ná allt til austurstrandar Grænlands. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram umástæður þessara breytinga. Þar má sérstaklega nefna stækkun makrílstofnsins og hækkun hitastigs sjávar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?