Samantekt um vistkerfisnálgun afhent matvælaráðherra

F.v. Hrönn Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnun, Ole Martin Sandberg og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá… F.v. Hrönn Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnun, Ole Martin Sandberg og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Náttúruminjasafni Íslands, Bryndís Marteinsdóttir frá Landgræðslunni, Skúli Skúlason frá Háskólanum á Hólum og Náttúruminjasafni Íslands, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri og Björn Helgi Barkarson skrifstofustjóri sjálfbærni.
Ljósm. DL

Til þess að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda og hagsæld samfélaga til framtíðar litið er í auknum mæli talað um beitingu vistkerfisnálgunar.

Orðið „vistkerfisnálgun“ er þýðing á enska orðasambandinu „ecosystem approach“ og má í auknum mæli finna í stefnum stjórnvalda, aðgerðaáætlunum og lagafrumvörpum. Það er mikilvægt að allir sem koma að nýtingu náttúrulegra auðlinda hafi sameiginlegan skilning á ferlinu.

Hafrannsóknastofnun hefur tekið virkan þátt í BIODICE, samstarfsvettvangi um líffræðilega fjölbreytni. Þann 21. september sl. var haldið málþing um vistkerfisnálgun í samstarfi við Matvælaráðuneytið. 

Matvælaráðuneytið fól BIODICE að taka saman helstu niðurstöður og sjónarmið sem fram komu á málþinginu auk tillagna um þau lykilatriði sem eru grundvöllur þess að vistkerfisnálgun sé viðhöfð fyrir mismunandi framleiðslugreinar, sem og aðgerðir við innleiðingu hennar og beitingu.

„Það hefur verið ánægjulegt fyrir okkur á Hafrannsóknastofnun taka þátt í þessari vinnu sem miðar að því að skýra betur hugtakið vistkerfisnálgun því það er afar mikilvægt að allir að því ferli koma hafi sameiginlegan skilning á því um hvað málið snýst svo hægt sé að beita vistkerfisnálgun á skilvirkann hátt.“
Hrönn Egilsdóttir, sviðstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar

Á dögunum afhentu fulltrúar BIODICE hópsins Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra greinargerð frá málþinginu og stefnir ráðuneytið að því að nýta samantektina við mótun aðgerðaáætlana fyrir málaflokka ráðuneytisins.

Greinargerðina má nálgast hér


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?