hámús (íslenska)

Geirnyt

Samheiti á íslensku:
hafmús, hámús, rottufiskur, særotta
Geirnyt
Geirnyt
Geirnyt
Geirnyt
Geirnyt
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Chimaera monstrosa
Danska: havmus, sømus
Færeyska: havmús
Norska: gullhå, hågylling, havmus
Sænska: havsmus
Enska: rabbit-fish, ratfish, rat-tail
Þýska: Seekatze, Seeratte, Spöke
Franska: chimère commun
Spænska: quimera
Portúgalska: quimera, ratazana, rato-do-mar
Rússneska: Химера / Khiméra

Geirnyt getur orðið 120 cm löng eða lengri en er oftast 70-95 cm.  Hrygnur eru miklu stærri en hængar. Lengsta geirnyt á Íslandsmiðum mældist 110 cm.

Heimkynni geirnytar eru í NA-Atlantshafi frá Finnmörku og meðfram Noregi suður í norðanverðan Norðursjó, vestan Bretlandseyja, við Færeyjar og Ísland. Þá er hún í Biskajaflóa, við Spán og Portúgal og inn í Miðjarðarhaf og suður til Marokkó og Asóreyja.

Við Ísland hefur geirnyt fundist við SA-, S- og SV-ströndina frá djúpmiðum suðaustanlands vestur til Breiðafjarðar og er hún algeng vestur og suðvestur af Reykjanesi.

Geirnytin er botnfiskur og hefur fundist á 40-1250 m dýpi en hún er algengust á 300-500 m. Hún gýtur tveimur eggjum (pétursskipum) sem eru um 17 cm löng, ílöng og gildari í annan endann en oddmjó í hinn endann.

Fæða er einkum botnlægir hryggleysingjar m.a. ýmis konar skeldýr, krabbadýr og burstaormar. Einnig sæfíflar einkum hjá fullorðnum fiskum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?