Leiðbeiningar um uppsetningu á veiðidagbók

Til að nota Veiðibókina er best að setja upp OpenWebStart:

https://openwebstart.com/download

Halið niður uppsetningarskrá sniðna að ykkar stýrikerfi og setjið upp eins og hvert annað forrit.

Þegar OpenWebStart hefur verið sett upp er hægt að nota þennan hlekk til að keyra Veiðibókina:

https://java.hafogvatn.is/veidibok/veidibok.jnlp

Það fer eftir vafra hvort kerfið ræsist sjálfkrafa við að hala niður skránni, en ef ekki þá þarf að opna hana handvirkt.

Einnig er hægt að vista sjálfa skránna og nota sem flýtileið.

OpenWebStart sækir sjálfkrafa nýlega útgáfu af Java, sem er svo notuð til að keyra Veiðibók, en það tekur smá stund.

Mælt er með því að uppfæra OpenWebStart þegar kerfið býður upp á það.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?