ICES veitir ráð um hámarksafla ársins 2019 í makríl og kolmunna
Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2019 fyrir kolmunna og makríl. Vanalega eru á sama tíma veitt ráð um afla næsta árs í norsk-íslenskri síld en þar sem unnið er að endurskoðun aflareglu í síld mun ICES ekki veita ráð um hámarksafla fyrr en 23. október næstkomandi.
28. september

