Svartserkur nemur land við Noreg

Svartserkur. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir. Svartserkur. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land en tegundarinnar varð fyrst vart árið 2020, sjá hér. Þá fundust eggjasekkir í fjöru, en snigillin sjálfur fannst í Breiðafirði árið 2023. Nú hefur tegundarinnar orðið vart við Noregsstrendur og því ljóst að hún er að dreifa sér um Norður Atlantshafið.

Í grein sem nýlega birtist í Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom (sjá hér) kemur fram að aukin hnattvæðing hefur ýtt undir flutning framandi sjávarlífvera um heim allan, þar sem skipaumferð er aðal flutningsleiðin. Í Noregi, sem er með með næstlengstu strandlengju í heimi, hafa yfir 200 framandi sjávartegundir skráðar áhafsvæðum sínum. Í grein í ritinu Marine Biology Research er greint frá fyrsta fundi svartserks (Melanochlamys diomedea) í Noregi, en áður hafði snigillinn fundist við Ísland.

Greinin fjallar um fyrsta fund svartserks í Noregi, hugsanlegar flutningsleiðir hans þangað og skyldleika við íslenska svartserki. Einungis hafa fundist dýr við Noreg, ekki eggjasekkir. Líklegt er þó talið að svartserkur sé farinn að fjölga sér við Noreg þar sem bæði ungviði og fullorðin dýr hafa fundist. Erfðafræðirannsóknir benda til skyldleika við íslenska svartserki og við svartserki í Kyrrahafi þar sem náttúrulegur uppruni hans er.

Ekkert er hægt að segja með vissu um hvernig hann barst úr Kyrrahafinu til Íslands eða til Noregs en líklegast er talið að hann hafi borist með skipum.

Fleiri greinar um nýja útbreiðslu svartserk má finna hér:

Marine Biology Research

Náttúrufræðingurinn


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?