Svartserkur. Framendi dýrsins er hægra megin. – Melanochlamys diomedea with the front of the animal facing right. Ljósm./ Photo: Svanhildur Egilsdóttir.
Í nýjustu grein Náttúrufræðingsins segja starfsmenn Hafrannsóknastofnunar ásamt fleirum frá mjög athyglisverðum fyrsta fundi sæsnigilsins svartserks (Melanochlamys diomedea) í Atlantshafi. Snigillinn fannst fyrst við strendur Íslands í júní 2020. Sagt er frá ferlinu frá því að hann sást fyrst í fjöru við Ísland þar til staðfest tegundagreining fékkst. Þá er greint frá þekktri útbreiðslu og fjallað um mikilvægi þess að fylgst sé vel með nýrri framandi tegund og framvindu hennar.
Hér neðar má sjá myndband Svanhildar Egilsdóttur af fyrstu söfnun lifandi dýra, förum sem svartserkir mynda í setið og hvernig finna má dýrin við enda faranna og að lokum, gríðarlegum fjölda eggjasekkja í fjöru í Breiðafirði.