Loðnuráðgjöfin hækkuð

Dreifing loðnu í leiðöngrum 23.-30. janúar 2023. Dreifing loðnu í leiðöngrum 23.-30. janúar 2023.

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022/23 verði ekki meiri en 275 705 tonn, sem þýðir 57 300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Ráðgjöfin byggir á samanteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 þús. tonn).

Mælingarnar í janúar voru gerðar á skipum Hafrannsóknastofnunar, r/s Bjarna Sæmundssonar og r/s Árna Friðrikssonar ásamt loðnuskipunum Jónu Eðvalds SF, Heimaey VE og Ásgrími Halldórssyni SF. Aðstæður til mælinga voru þokkalegar þessa daga og náðist yfir allt fyrirfram ákveðið rannsóknasvæði ef undan er skilið vestasti hlutinn. Þar hamlaði hafís yfirferðinni.

Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns.

Smellið hér til að lesa nánar um ráðgjöfina.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?