Hafrannsóknastofnun rannsakar Surtsey ásamt fleirum

Útsýni til suðurs frá tanganum. Austurbunki til vinstri og Vesturbunki til hægri. – Ljósm. Matthías … Útsýni til suðurs frá tanganum. Austurbunki til vinstri og Vesturbunki til hægri. – Ljósm. Matthías S. Alfreðsson

Árlegur rannsókna- og vöktunarleiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar fór nýlega fram. Í leiðangrinum tóku þátt sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnun, Landbúnaðarháskólanum, Landi og skógi, Heilbrigðisstofnun Bretlandseyja (UK Health Security Agency), Hellarannsóknafélagi Íslands og Náttúruverndarstofnun.

Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar voru þau Karl Gunnarsson og Lilja Gunnarsdóttir líffræðingar og rannsökuðu þau tegundafjölbreytni þörunga í fjörum Surtseyjar á þremur mismunandi sniðum, frá efstu þörungabeltum niður að sjávarborði við stórstraumsfjöru. Alls fundust 10–12 tegundir og voru allar sömu og komu fram í sams konar úttekt árið 2021. Mikið rof og hreyfing á hnullungum í fjörum Surtseyjar takmarkar búsetuskilyrði og setur lífríkinu þar ákveðnar hömlur.

Sjá nánar hér á vef Náttúrufræðistofnunar.

 

Tanginn hefur styst mikið frá síðasta ári en á fremsta oddi hans hefur myndast sandrifi. – Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?