Fimm skip til loðnumælinga

Mynd af fyrirhuguðum leiðarlínum skipa. Mynd af fyrirhuguðum leiðarlínum skipa.

Í dag mánudag, halda alls fimm skip út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Til viðbótar við rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson, verða það loðnuskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði.

Útgerðir uppsjávarveiðiskipa standa sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna. Vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi. Gert er ráð fyrir að veiðiskipin byrji fyrir austan land en rannsóknaskipin fyrir norðan. Með þátttöku þetta margra skipa í verkefninu er stefnt að því að ná heildaryfirferð yfir rannsóknasvæðið áður en vonskuveður skellur á undir lok vikunnar.

Fylgstu með framgangi mælinga.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?