Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á NA-landi 2015

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á NA-landi 2015
Lýsing

Vorið 2014 var gert samkomulag milli Veiðimálastofnunar og allmargra veiðifélaga á NA-landi sem fól það í sér að litið yrði á landshlutann í heild í rannsóknum á lífríki ferskvatns. Samkomulagið miðaði við að árnar í Vopnafirði (Hofsá, Vesturdalsá og Selá) yrðu rannsakaðar hvert ár nema Sunnudalsá sem yrði annað hvert ár eins og árnar í Bakkaflóa og Þistilfirði. Sumarið 2014 voru, auk þessara þriggja áa, rannsakaðar Miðfjarðará í Bakkaflóa, Hölkná, Sandá og Svalbarðsá í Þistilfirði. Sumarið 2015 voru Sunnudalsá í Vopnafirði, Hölkná í Bakkaflóa, Hafralónsá og Kverká í Þistilfirði teknar fyrir. Og síðan koll af kolli. Hér í þessari skýrslu birtast því niðurstöður rannsókna frá sumrinu 2015. Eins og gert var ráð fyrir var gerð ein sameiginleg skýrsla en brotið niður í kafla fyrir hverja á.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þórólfur Antonsson
Nafn Eydís Njarðardóttir
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2016
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?