Landselatalning árið 2014. Notkun Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju og ómannaðs loftfars (flygildis) við talningu landsela úr lofti

Nánari upplýsingar
Titill Landselatalning árið 2014. Notkun Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju og ómannaðs loftfars (flygildis) við talningu landsela úr lofti
Lýsing

Landselir (Phoca vitulina) voru taldir í nokkrum helstu landselslátrum á Íslandi í júlí, ágúst og september 2014; á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Samanburður var gerður með því að telja úr Cessna yfirþekjuflugvél á hefðbundinn hátt og með því að telja á myndum teknum úr ómönnuðu loftfari (flygildi). Einnig var flogið yfir Vatnsnes með þyrilvængju Landhelgisgæslunar og landselir taldir af stafrænum myndum sem teknar voru úr þyrlunni. Samanburður á hefðbundnum talningum úr flugvél og talningum úr flygildi leiða í ljós að lítil munur sé á marktækni talningargagnna, en aftur á móti teljum við öryggi talningarmanna vera meira við nokun flygilda samaborið við notkun Cessnuflugvélar. Ljóst er þó að notkun flygilda er mun tímafrekari og Cessna yfirtekju flugvél kemst yfir stærri talningarsvæði á styttra tíma. Þess vegna er líklega ekki sparnaður við notkun flygildi. Samanborið við niðurstöður talninganna 2011 þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru nú (2014) yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að landselsstofninn hafi fækkað um 30% árlega á tímabilinu 2011 – 2014, en 2011 var stofnin metin til 11-12.000 dýr. Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hinsvegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin 4 ár frá síðustu sambærilegu talningu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sandra Magdalena Granquist
Nafn Erlingur Hauksson
Nafn Tryggvi Stefánsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð landselur, selatalning
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?