Fiskigöngur og seiðarannsóknir í Grenlæk árin 2011 og 2013

Nánari upplýsingar
Titill Fiskigöngur og seiðarannsóknir í Grenlæk árin 2011 og 2013
Lýsing

Sjóbirtingsrannsóknir á vatnasvæði Grenlækjar hafa farið fram árlega frá árinu 1995. Lífshættir sjóbirtings og stofnsveiflur hafa verið kannaðar m.t.t. nýtingar. Seiðabúskapur árinnar hefur verið vaktaður, gerðar aldursrannsóknir á göngufiski, fiskur hefur verið merktur til könnunar á fari og göngum og til að meta veiðiálag. Veigamikill þáttur þessara rannsókna er vöktun á fiskgöngum um Grenlæk með rafeindafiskteljara. Megintilgangur þeirra rannsókna er að kanna göngur fiska og meta fjölda fiska eftir tegundum sem ganga á riðastöðvar. Fiskteljari (Árvaki) hefur verið starfræktur í þessum tilgangi frá sumrinu 1996. Sírita vatnshitamælir hefur verið í Grenlæk frá árinu 1998.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð fiskigöngur, seiðarannsóknir, Grenlækur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?