Vöktun laxfiska í Þingvallavatni 2020. KV 2021-5
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Vöktun laxfiska í Þingvallavatni 2020. KV 2021-5 |
| Lýsing |
Skýrslan greinir frá niðurstöðum rannsókna í Þingvallavatni sem er liður í vöktun á ástandi samkvæmt lögum um vernd vatnsgæða (vatnatilskipun). Um er að ræða tegundasamsetningu, fjölda laxfiska í afla neta á hverja sóknareiningu, mældan í fjölda fiska í net á hverja netanótt (CPUE) og aldursdreifingu laxfiska. Samtals var afli á sóknareiningu 28,2 fiskar/lögn, þar sem bleikjuaflinn var 24,4 og urriðaaflinn 3,8. Aldur bleikja var 1 – 12 ára og urriði 1 – 10 ára. Flestir fiskar sem veiddust voru á aldrinum 3 – 7 ára og á það bæði við um bleikju og urriða. Í samanburði við niðurstöður rannsókna frá árunum 1992 – 2002 veiddust færri bleikjur en fleiri urriðar á hverja sóknareiningu sem bendir til þess að stofnstærðir hafi verið að breytast frá þessum tíma. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Kver (2016-) |
| Útgáfurit |
Kver |
| Útgáfuár |
2021 |
| Blaðsíður |
10 |
| Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
| Leitarorð |
stjórn vatnamála, vistfræðilegt ástand stöðuvatna, laxfiskar, bleikja, urriði, afli á sóknareiningu, CPUE, aldursdreifing |