Vatnshlot á virkjanasvæðum. Framhald vinnu við tilnefningu á mikið breyttum vatnshlotum og yfirlit yfir aðgengileg gögn um gæðaþætti. KV 2022-16

Nánari upplýsingar
Titill Vatnshlot á virkjanasvæðum. Framhald vinnu við tilnefningu á mikið breyttum vatnshlotum og yfirlit yfir aðgengileg gögn um gæðaþætti. KV 2022-16
Lýsing

Í þessari greinargerð er birtur listi yfir vatnshlot á virkjanasvæðum (>10 MW) sem ekki eru líkleg til að ná góðu vistfræðilegu ástandi vegna vatnsformfræðilega breytinga. Einnig er birt yfirlit yfir aðgengileg gögn um líffríki, eðlisefnafræði og vatnsformfræði úr vatnshlotunum, auk upplýsinga úr öðrum vatnshlotum á virkjanasvæðum. Í greinargerðinni eru tveir viðaukar, annars vegar flæðirit sem lýsir ákvörðunarferli við bráðabirgðaflokkun mikið breyttra vatnshlota og hins vegar listi yfir birtar skýrslur og greinar með niðurstöðum mælinga á líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum í vatnshlotunum sem fjallað er um í greinargerðinni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Nafn Svava Björk Þorláksdóttir
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Nafn Gerður Stefánsdóttir
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfurit Kver
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Stjórn vatnamála, mikið breytt vatnshlot, manngerð vatnshlot, vatnsformfræðilegar breytingar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?