Vöktunarrannsóknir í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. HV2019-04

Nánari upplýsingar
Titill Vöktunarrannsóknir í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. HV2019-04
Lýsing

Í áhættumati sem unnið var vegna mögulegrar erfðablöndunar eldislaxa við villta laxa var búið til líkan. Útreikningar líkansins sýndu að náttúrulegir stofnar við Ísafjarðardjúp og Breiðdalsá á Austfjörðum gætu verið undir verulegu álagi erfðablöndunar. Ákveðið var að hefja
viðamikla vöktun til að sannreyna forsendur áhættumatsins og til endurmats á áhættu erfðablöndunar. Ákveðið var að koma á vöktun lykiláa með því að vakta göngur laxfiska með fiskteljurum búnum myndavélum, sem unnt er að nota til að greina uppruna laxa af eldisuppruna og hefja söfnun erfðasýna. Laugardalsá og Langadalsá, sem eru öflugustu laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi, voru valdar til vöktunar náttúrulegra laxastofna á Vestfjörðum.


Hér er greint frá vöktunarrannsóknum í Laugardalsá. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar og var fyrsta skref þeirra að koma fyrir myndavélarteljara í ánni. Jafnframt að finna hlutdeild eldislaxa á göngu í ána, en auk þess var unnin athugun á útbreiðslu og magni laxfiska í árkerfinu og erfðasýnum safnað af smáseiðum laxa.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 23
Leitarorð Lax, urriði, áll, stangaveiði, seiðarannsóknir, fisktalning, lax
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?