Vöktun Tungufljóts í Biskupstungum 2024

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun Tungufljóts í Biskupstungum 2024
Lýsing

Ágrip

Hér er gerð grein fyrir vöktun Tungufljóts í Biskupstungum, vegna reksturs Brúarvirkjunar, fyrir árið 2024. Þetta er áfangaskýrsla í vöktunarverkefni til fimm ára, sem hófst árið 2021, og er hluti af kröfum vegna framkvæmdaleyfis Brúarvirkjunar. Nær vöktunin til smádýra og þörunga á steinum, fiska og efna- og eðlisþátta. Þetta er fjórða ár vöktunarinnar og niðurstöður ársins eru í megin atriðum sambærilegar við fyrri ár. Rykmýslirfur eru ríkjandi hópur í botnsýnum en tegundagreining sýnir nokkrar breytingar í hlutföllum milli rykmýstegunda milli ára einkum á stöð TFL-01. Samfélög tegunda eru talsvert frábrugðin á milli stöðva. Heildarþéttleiki hryggleysingja jókst talsvert haustið 2024 sem er breyting frá fækkun sem verið hafði frá 2021-2023. Kísilþörungar hafa verið uppistaða þörungaflóru Tungufljóts frá upphafi en haustið 2023 mældist veruleg aukning grænþörunga á neðri stöðinni (TFL-03) sem viðhélst að nokkru leyti haustið 2024. Spennandi er að fylgjast með hvort þarna sé að verða varanleg breyting á þörungaflórunni.

Abstract

This is a progress report on the monitoring of the Tungufljót River in Biskupstungur for the year 2024, carried out in relation to the operation of the Brúarvirkjun hydropower plant. This is part of a five-year monitoring project that began in 2021 and is required under the plant’s construction permit. The monitoring covers aquatic invertebrates and periphyton (algae on stones), fish, and physicochemical parameters. This is the fourth year of monitoring, and the results from 2024 are broadly comparable to previous years. Chironomid larvae (non-biting midges) remain the dominant group in benthic samples. Species composition analyses show some shifts in the proportions of chironomid species between years, particularly at station TFL-01. The composition of species communities differs notably between sampling stations. The total abundance of invertebrates increased significantly in the autumn of 2024, reversing a declining trend observed from 2021 to 2023. Diatoms have been the dominant algal group in Tungufljót since monitoring began, but in the autumn of 2023 a significant increase in green algae was recorded at the downstream station (TFL-03), and this persisted to some extent in the autumn of 2024. It

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 19
Blaðsíður 20
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Rykmýslirfur, þörungar, fljúgandi skordýr, bleikja og urriði, Chironomid larvae, algae, flying insects, Arctic charr and brown trout.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?