Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2021 - framkvæmd og helstu niðurstöður / Icelandic groundfish survey 2021 – implementation and main results. HV 2021-24
Nánari upplýsingar |
Titill |
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2021 - framkvæmd og helstu niðurstöður / Icelandic groundfish survey 2021 – implementation and main results. HV 2021-24 |
Lýsing |
Gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 1.-23. mars 2021. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár, en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.
Stofnvísitala þorsks hefur lækkað frá hámarki áranna 2015-2017 og er nú svipuð og árin 2018-2019. Vísitala ýsu hefur farið hækkandi frá árinu 2016 en vísitala ufsa hefur lækkað frá 2018 og er nú nálægt meðaltali rannsóknatímans. Vísitölur gullkarfa, litla karfa og löngu eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi, en vísitala löngu er þó lækkandi líkt og vísitala skötusels. Vísitölur steinbíts og lýsu eru hækkandi og eru nú nálægt meðaltali tímabilsins. Stofnar hlýra og tindaskötu eru nálægt sögulegu lágmarki. Vísitala grásleppu mældist í ár sú hæsta frá 1985. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
31 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
stofnmæling, stofnvísitölur, Íslandsmið, botnvarpa, botnfiskar, þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi, langa, keila, steinbítur, skarkoli, skötuselur, brislingur, flatfiskar, hitastig |