Rannsóknir á hrygningu steinbíts (Anarhichas lupus) á Látragrunni. HV 2022-17

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á hrygningu steinbíts (Anarhichas lupus) á Látragrunni. HV 2022-17
Lýsing

Frá og með 1999 jukust togveiðar á steinbít á hrygningar- og klaktíma hans á Látragrunni, sem liggur vestur af Breiðafirði. Á árunum 2001-2010 hefur Hafrannsóknastofnun þrisvar sinnum lagt til að friðað yrði svæði á Látragrunni til verndar steinbíts á þessum tíma. Í öll skiptin hefur minna svæði verið friðað en lagt var til. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á vegum Hafrannsóknastofnunar á Látragrunni. Frá árinu 2002 hefur gögnum úr afla steinbíts verið safnað markvisst til að meta hrygningartíma steinbíts. Árið 2011 var hluti af svæðinu fjölgeislamælt og botnsýni tekin til að rannsaka sjávarbotninn. Ári síðar var farin sérstakur rannsóknarleiðangur, þar sem dreifing steinbíts á svæðinu var metin og hann merktur, m.a. með rafeindamerkjum. Einnig voru tekin snið með neðansjávarmyndavél og sæbjúgnaplóg til að meta fjölda hrognaklasa eða gjóta, ásamt athugun á botndýralífi. Engir hrognklasar sáust með neðansjávarmyndavélinni eða fengust með sæbjúgnaplógnum, en steinbítar sáust í gjótum og er talið að þeir hrygni í þeim og gæti þar eggja. Fjöldi gjóta á Látragrunni var metinn um 3 milljónir. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ásgeir Gunnarsson
Nafn Hjalti Karlsson
Nafn Guðrún Helgadóttir
Nafn Julian M. Burgos
Nafn Stefán Áki Ragnarsson
Nafn Steinunn Hilma Ólafsdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 30
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Steinbítur, hrygningarsvæði, hrygning, klaktími, far, hitastig, straumar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?