Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á Norðausturlandi 2023. HV2024-10

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á Norðausturlandi 2023. HV2024-10
Lýsing

Ágrip

Sameiginlegar rannsóknir í nokkrum ám á Norðausturlandi hafa nú staðið í tíu ár. Farið var í seiðarannsóknir í Vesturdalsá og Selá í Vopnafirði, Hölkná í Bakkaflóa og Hafralónsá og Kverká í Þistilfirði. Seiðarannsóknir samanstanda af greiningu á þéttleika eftir árgöngum, meðallengd, meðalþyngd og holdastuðli. Gönguseiðagildru var komið fyrir í Vesturdalsá, þar sem gönguseiði voru mæld og hluti þeirra merkt áður en þeim var sleppt. Teljarar voru staðsettir í Vesturdalsá, Miðfjarðará og Selá. Lestur og greining var framkvæmd á hreistri sem barst úr Miðfjarðará. Samantekt á upplýsingum úr veiðibókum var gerð fyrir fyrrnefnd vatnsföll sem og fyrir Miðfjarðará í Bakkaflóa og Sandá, Hölkná og Svalbarðsá í Þistilfirði. Hitamælingar voru gerðar í hluta af ánum.

Abstract

This is the 10th year that joint research in rivers at the North-East Iceland has been conducted. Juvenile surveys were carried out in River Vesturdalsá, and River Selá in Vopnafjörður, RIver Hölkná in Bakkaflói, and River Hafralónsá and Kverká in Þistilfjörður. The research included an estimation of density for each age group, and calculation of average length, weight and condition. Smolt trap was installed in River Vesturdalsá, where smolts were aged and measured and a sample was tagged before being released. Fish counters were operating in River Vesturdalsá, River Miðfjarðará, and River Selá. Scales of adult salmon were analyzed from samples that were taken in River Miðfjarðará. Summary of the catch statistics were made from fishing logs in the rivers above as well as in River Miðfjarðará in Bakkaflói and River Sandá, River Hölkná and River Svalbarðsá in Þistilfjörður. Temperature was measured with data loggers in part of the rivers.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 10
Blaðsíður 112
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Vesturdalsá, Selá, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná í Þistilfirði, Hölkná í Bakkafirði, Miðfjarðará, Hafralónsá, seiðarannsóknir, gönguseiði, fiskteljarar, Norðausturland
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?