Niðurstöður uppsjávarrannsóknaleiðangurs (IESSNS) umhverfis Ísland á RS Árna Friðrikssyni í júlí 2023. HV 2024-09

Nánari upplýsingar
Titill Niðurstöður uppsjávarrannsóknaleiðangurs (IESSNS) umhverfis Ísland á RS Árna Friðrikssyni í júlí 2023. HV 2024-09
Lýsing

Ágrip

Hafrannsóknastofnun hefur frá árinu 2010 tekið þátt í alþjóðlegum uppsjávarleiðangri í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi. Markmið leiðangursins er vistkerfisvöktun frá yfirborði sjávar niður á 500 m dýpi. Vöktunin fellst m.a. í mælingum á styrk næringarefna, hitastigi, seltu, magni og útbreiðslu átu, markríls, kolmunna, síldar, lax og hrognkelsa. Íslenski hluti leiðangursins fór fram dagana 3.-21. júlí 2023 á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Rannsóknasvæðið var íslensk landhelgi að undanskildu svæðinu suðaustur af landinu sem færeyskt rannsóknaskip fór yfir. Alls voru sigldar 3250 sjómílur, athuganir gerðar á 116 mælistöðvum og að auki tekin 100 sýni fyrir önnur rannsóknaverkefni. Makríll veiddist í 50% af stöðluðum yfirborðstogum á landgrunninu fyrir sunnan, vestan og austan landið en lítið var vart við hann norður af landinu. Þéttleiki makríls mældist minni en á árunum frá 2013 til 2019 en álíka og árin frá 2020 til 2022. Hitastig í yfirborðslagi sjávar var á bilinu 0,5 – 12,8 °C. Það var heitast fyrir sunnan land og kaldast í Grænlandssundi. Þurrvigt átu var breytilegt milli stöðva og mældist á bilinu 1,6 – 27,0 g*m-2, með meiri lífmassi fyrir norðan landið og á landgrunninu fyrir sunnan landið heldur en á öðrum svæði. Vísitala um magn og útbreiðsla norsk-íslenskrar síldar við landið var lægri en undanfarin ár. Kolmunni mældist eftir landgrunnsbrúninni fyrir sunnan landið og við Kolluál. Þetta var mestmegnis 2-ára fiskur úr stóra 2021 árganginum. Heildarafli hrognkelsa í leiðangrinum var 183 kg sem er svipaður heildarafli og sumarið 2022. Alls voru 118 hrognkelsi merkt. Enginn lax veiddist í leiðangrinum.

Abstract

The Marine and Freshwater Research Institute (MFRI) has participated in the International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS) every summer since 2010. The aim of IESSNS is to monitor the pelagic ecosystem from surface to 500 m depth, including measurements of nutrients, primary production, temperature, salinity, zooplankton, and determine abundance and geographical distribution of mackerel (Scomber scombrus), blue whiting (Micromesistius poutassou), herring (Clupea harengus), salmon (Salmon salar), and lumpfish (Cyclopterus lumpus). In summer 2023, the Icelandic part of IESSNS was conducted July 3-21, on R/V Árni Friðriksson, and covered Icelandic waters, except the southeast area which was covered by a vessel from Faroe Islands. Survey transects were 3250 nautical miles and 216 stations were sampled, this included predetermined survey sampling and additional sampling for research projects. Mackerel was caught at 50% of surface trawl stations located west, south, and east of Iceland. Mackerel density was lower than measured from 2013 to 2019 and similar to densities observed from 2020 to 2022. Surface temperature, 10 m depth, ranged from 0.5 °C to 12.8 °, and was highest south of Iceland and coldest in the Denmark Strait. Mesozooplankton dry weight ranged from 1.6 – 27.0 g*m-2. Biomass was higher north of Iceland and in shelf areas south of Iceland compared to other areas. Abundance index and distribution of Norwegian spring-spawning herring declined in Icelandic waters compared to recent years. Blue whiting was present along the shelf edge south of Iceland and part of the shelf west of Iceland. It was mostly age-2 blue whiting from the larger 2021 cohort. In total, 183 kg of lumpfish was caught, which is only similar catch as in 2022, and 118 specimens were tagged. No salmon was caught during the survey.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 9
Blaðsíður 26
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð makríll, kolmunni, síld, hrognkelsi, stofnmæling, útbreiðsla, áta, hitastig, sumaruppsjávarleiðangur mackerel, blue whiting, herring, lumpfish, stock index, geographical distribution, zooplankton, temperature, International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS)
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?