Leiðbeiningar um notkun hryggleysingja við ástandsflokkun straum- og stöðuvatna

Nánari upplýsingar
Titill Leiðbeiningar um notkun hryggleysingja við ástandsflokkun straum- og stöðuvatna
Lýsing

Ágrip

Í þessum leiðbeiningum er fjallað um úrvinnslu og greiningu sýna af botnlægum hryggleysingjum í straum- og stöðuvötnum á Íslandi. Hryggleysingjar í ám og vötnum eru líffræðilegur gæðaþáttur sem notaður er til að meta vistfræðilegt ástand vatnshlota í samræmi við lög um stjórn vatnamála (nr. 36/2011). Leiðbeiningarnar eru miðaðar að úrvinnslu á sýnum sem safnað er á botni straumvatna og af fjörusvæðum stöðuvatna. Útskýrt er hvernig reikna á samanburðarhæf gildi fyrir matsþættina; tegundaauðgi, Shannon fjölbreytileika og Shannon jafndreifni, og hvernig nota á niðurstöður greininganna til að meta vistfræðilegt ástand vatnshlota. Einnig eru gefin dæmi um samanburð við útgefin viðmiðunargildi fyrir matsþættina og útreikning á vistfræðilegu gæðahlutfalli (EQR). Birtur er listi yfir tegundir og hópa hryggleysingja sem notaður var við gerð ástandsflokkunarkerfisins, auk tegunda sem mælst er til að séu greindar til að auka þekkingu á hryggleysingjum í ferskvatni á Íslandi til framtíðar. Markmiðið er að safna enn frekari upplýsingum um tegundir hryggleysingja í straum- og stöðuvötnum sem unnt verður að nota þegar kemur að því að uppfæra ástands­flokkunar­kerfið.

Abstract

This guidance addresses the processing and analysis of invertebrates from rivers and lakes, a biological quality element used to classify the ecological status of water bodies in Iceland according to according to the Water Management Act (no.36/2011). The guidelines are intended for the analyses of samples collected from hard substrate bottom in rivers and littoral zone of lakes. The objective is also to show how to calculate comparable values for the assessment parameters; taxa richness, Shannon diversity, and Shannon evenness and how to use the results for the assessment of the ecological status of water bodies. Examples are provided, comparing the results of invertebrate analyses with published reference values and calculations of Ecological Quality Ratio (EQR). A list of invertebrate species/groups which was used for the development of the classification system, along with species to be identified in the future to enhance knowledge of invertebrate species/groups in Iceland. The goal is to gain further information on invertebrate species in rivers and lakes in Iceland, which can be used for future work, for example when the classification system will be updated.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Nafn Iris Hansen
Nafn Jón S. Ólafsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 34
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Úrvinnsla sýna, hryggleysingjar, smádýr, ferskvatn, smádýr í ferskvatni, líffræðilegir gæðaþættir, matsþættir, straumvötn, stöðuvötn, vöktun, ástandsflokkun, stjórn vatnamála, vöktunaráætlun, vatnaáætlun, vatnatilskipun Evrópusambandsins, Water Framework Directive, sample processing, invertebrates, biological quality elements, River Basin Management Plan, ecological classification, lakes, rivers.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?