Ágrip
Í seinni hluta mats á fisksamfélögum við Landeyjar vegna fyrirhugaðrar efnistöku af sjávarbotni var áhersla lögð á ferskvatnsfiska (laxfiska) sem ganga til sjávar, auk greiningu á kornastærð úr sýnum sem tekin voru árið 2023 af sjávarbotni á fyrirhuguðum efnisnámssvæðum. Til að afla sýna af laxfiskum voru lagðar fjórar netaraðir sitt hvoru megin við Landeyjahöfn, hver netaröð með þremur netum með mismunandi möskvastærð,. Sökum veðurs, strauma og ölduhæðar um mitt sumarið fór sýnatakan fram í lok ágúst árið 2024.
Alls veiddust sex fisktegundir og ein tegund krabba en enginn laxfiskur. Mest veiddist af ufsa (Pollachius virens) eða 405 einstaklingar en þar að auki sandkoli (Limanda limanda), flundra (Platichthys flesus), lýsa (Merlangius merlangus), sandsíli (Ammodytes spp.) og trönusíli (Hyperoplus lanceolatus) í minna mæli. Einnig veiddust 55 sundkrabbar (Liocarcinus holsatus).
Kornastærðargreining leiddi í ljós fínan sand, mestmegnis á bilinu 0.05-0.25 mm, en kjöraðstæður fyrir búsvæði sandsíla, eru 0.25-2 mm. Kornastærð á svæðinu er því á mörkum þess sem er hentugt búsvæði fyrir sandsíli enda veiddust fá síli bæði árin.
Vitað er af sjóbirtingi og öðrum laxfiskum í nærliggjandi ám, en þótt ekki sé þekkt hversu mikið þeir noti svæðið til fæðunáms og/eða sem farleið má gera ráð fyrir að svo sé í einhverju mæli. Helst má gera ráð fyrir að sjóbirtingur (Salmo trutta) nýti sér svæðið. Sýnatakan dróst vegna ófyrirséðra aðstæðna og eru því líkur á að a.m.k. stærri sjóbirtingur hafi þegar verið genginn upp í árnar.
Abstract
In this latter stage of assessing fish communities in relation to proposed sand mining activities, the emphasis was on anadromus fish, with the addition of grain size analysis of sediment samples collected in in 2023. Sampling was conducted using four series of trout-nets, each consisting of three nets with varying mesh sizes. Due to bad weather conditions, including strong currents and high waves, sampling was not possible until late august.
A total of six fish species and one crab species were captured during the study. No anadromus fish were observed. The most common species was saithe (Pollachius virens), along with dab (Limanda limanda), flounder (Platichthys flesus), whiting (Merlangius merlangus), sandeel (Ammodytes spp.) and greater sandeel (Hyperoplus lanceolatus). Additionally, 55 flying crabs (Liocarcinus holsatus) were collected.
Grain size analysis revealed that the sediment in the area predominantly consisted of fine sand with particle diameters ranging from 0.05-0.25 mm. However, sandeel species typically prefer coarser sand with grain sizes between, 0.25-2 mm. The proposed mining area is therefore not a suitable hiding place for sandeels but may be important for foraging.
Although trout (Salmo trutta) is known to inhabit nearby rivers , the abundance and extent of salmonid use in the area remain unclear. The sampling was postponed due to unforseen conditions possibly with the result of larger trout (Salmo trutta) having already migrated to fresh water. Consequently, this study alone cannot determine whether the area has significant ecological importance for anadromus fish. |