Lax á landi. HV 2022-33

Nánari upplýsingar
Titill Lax á landi. HV 2022-33
Lýsing

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafa verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar.

Í þessari skýrslu verður fjallað um landeldi á laxi sem einkum fer fram í endurnýtingarkerfum (e. recirculating aquaculture systems, RAS) og geta verið af ýmsum gerðum. Eiginleikum endurnýtingarkerfa er almennt lýst, auk þess sem saga tveggja frumkvöðlafyrirtækja í landeldi á laxi er rakin. Einnig er fjallað um greiningar á kostnaði við landeldi á laxi með hliðsjón af kostnaði í sjókvíaeldi. Loks er sjónum beint bæði til Íslands og út í heim og m.a. fjallað um áætlanir fyrirtækja í uppbyggingu landeldis á laxi, kolefnisspor og stóraukinn áhuga á landeldi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 62
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð fiskeldi, laxeldi, landeldi, endurnýtingarkerfi, umhverfisáhrif
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?