Laugardalsá 2024 Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskar

Nánari upplýsingar
Titill Laugardalsá 2024 Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskar
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni er greint frá vöktunarrannsóknum í Laugardalsá árið 2024. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og viðkomu laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina fiska sem ganga úr sjó, m.a. með gögnum úr fiskteljara. Seiðarannsóknir fóru fram á sex stöðum í vatnakerfinu, þ.e. tveimur neðan við Laugabólsvatn, einum ofan við Efstadalsvatn og þremur á milli vatnanna. Laxaseiði veiddust á öllum rannsóknarstöðvum neðan við Efstadalsvatn, en ofan vatnsins veiddust aðeins urriða- og bleikjuseiði. Urriðaseiði veiddust á öllum rannsóknastöðum, utan á neðstu stöðinni. Laxaseiðin voru vorgömlum (0+) til þriggja ára (3+). Vísitala heildarþéttleika laxaseiða var hæst við Laugaból og litlu lægri neðan við útfall Efstadalsvatns, en á báðum stöðum var þéttleiki vorgamalla seiða hár.

Alls veiddust 124 laxar, 71 urriði og 35 bleikjur í stangveiði í Laugardalsá sumarið 2024. Um 86 % laxanna voru smálaxar og 14% stórlaxar. Flestir laxar veiddust í Dagmálafljóti, en næst flestir í Blámýrarfljóti. Laxveiðin í Laugardalsá sumarið 2024 jókst lítillega milli ára, en veiði hefur verið slök síðan 2019 og langt undir meðalveiði í ánni frá 1954 til 2023. Alls gengu 288 laxar um teljarann í Laugardalsá sumarið 2024 og veiðihlutfall því um 43%.

Abstract

This report presents the results from the monitoring program of the fish stocks in River Laugardalsá in 2024. The main aim is to increase knowledge on the status of the salmon stock, distribution and density of juvenile salmonids in the watershed and to monitor possible proportion of farmed salmon in the salmon run. Data were collected at six sampling sites, two below Lake Laugabólsvatn, one above Lake Efstadalsvatn and three in the river between the two lakes. Juvenile salmon were present in all areas, except above Efstadalsvatn. The density of salmon juveniles was highest in the river between the lakes. Four year classes of Atlantic salmon were present (0+ - 3+).

A total of 124 Atlantic salmon, 71 brown trout and 35 Arctic char were caught in the angling fishery in Laugardalsá during the fishing season 2024. About 86% of the salmon were 1SW. The salmon catch was lower in 2024 compared to 2023 and under the long-time average from 1954-2023. In 2024, 288 wild salmon were recorded entering the river through the fish counter.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 38
Blaðsíður 25
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?