Laugardalsá 2022 Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngufiskur. HV2023-15

Nánari upplýsingar
Titill Laugardalsá 2022 Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngufiskur. HV2023-15
Lýsing

Í skýrslunni er greint frá vöktunarrannsóknum í Laugardalsá árið 2022. Markmið rannsóknanna er að afla
þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og magn laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina ef
eldislaxar ganga í ána. Einnig hefur verið safnað erfðasýnum af seiðum laxa í vatnakerfinu til greininga á
erfðasamsetningu og til að meta mögulega erfðablöndun við eldislax.

Seiðarannsóknir fóru fram í ágúst 2022 og veitt var á alls sex stöðum, tveimur neðan við Laugabólsvatn, einum
ofan við Efstadalsvatn og þremur á milli vatnanna. Laxaseiði veiddust á öllum stöðvum, en vísitala þéttleika var
lægst ofan Efstadalsvatns (1,5 seiði/100m2), 39,6 seiði/100m2 á milli vatnanna og hæst 44,6 seiði/100m2
neðan Laugabólsvatns. Alls veiddust fimm árgangar laxaseiða (0+ til 4+). Vísitala þéttleika urriðaseiða var hæst í
Laugardalsá á milli vatna, 132,7 seiði/100m2. Bleikjuseiði veiddust á efstu og neðstu stöðvunum.

Sumarið 2022 veiddust 92 laxar í Laugardalsá og voru 83,7% þeirra smálax, en auk þess veiddust 43 urriðar.
Hlutfall sleppinga í veiði (veiða-sleppa) var 13 % hjá smálaxi og tæplega 47 % hjá stórlaxi. Meðal laxveiði í
Laugardalsá frá árinu 1954 er um 282 laxar og er laxaveiðin 2022 því um 33% meðalveiðinnar. Laxveiðin
síðustu fjögur sumur var með því minnsta sem verið hefur í Laugardalsá.

Sumarið 2022 voru skráðir 211 laxar á göngu upp fyrir fiskteljarann í Einarsfossi. Einnig gekk nokkuð af urriða
um teljarann, auk bleikju. Enginn lax, á göngu um teljarann sumarið 2022, var greindur sem strokufiskur úr
kvíaeldi og ekki er vitað til að eldisfiskar hafi komið fram í veiðinni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 31
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?