Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Húnaflóa 2020. HV 2021-03

Nánari upplýsingar
Titill Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Húnaflóa 2020. HV 2021-03
Lýsing

Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar í leit að ígulkeramiðum (skollakoppur/grænígull) í Hrútafirði, Bitrufirði, Miðfirði, Steingrímsfirði og við Grímsey í lok september 2020. Við veiðarnar var notaður ígulkeraplógur. Áhöfn leiðangursins sá um skráningu á afla og myndatökur þegar undanþága frá viðveru veiðieftirlitsmanns var veitt. Myndefni sem safnað var af afla og öðru sem kom upp í togunum var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir sem sáust á myndunum. Botnlag var metið af skipstjóra og var víðast sandbotn. Könnunin fór fram á 17 stöðvum þar sem dýpi var frá 6-12 m. Skollakoppur fannst á 88% stöðva og voru ígulkerin yfirleitt í löndunarstærð og oft í töluverðu magni. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 28
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð skollakoppur, grænígull, ígulker, kóralþörungar, ígulkeraplógur, Hrútafjörður, Bitrufjörður, Miðfjörður, Steingrímsfjörður, Grímsey
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?