Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Fáskrúðsfirði 2021. HV 2021-43

Nánari upplýsingar
Titill Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Fáskrúðsfirði 2021. HV 2021-43
Lýsing

Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar í leit að skollakoppsmiðum í Fáskrúðsfirði þann 5. mars 2021. Við veiðarnar var notaður 300 kg ígulkeraplógur sem hafði verið léttur um helming og riðill í poka stækkaður úr 100 mm í 145 mm frá fyrri könnun í firðinum árið áður. Skipstjóri um borð í leiðangrinum sá um skráningu á afla og myndatökur þar sem undanþága fyrir viðveru veiðieftirlitsmanns var veitt. Myndefni af afla var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir sem sáust á myndunum. 

 

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð skollakoppur, grænígull, ígulker, ígulkeraplógur, Fáskrúðsfjörður, the green sea urchin, dregde, Fáskrúðsfjörður
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?