Gæðaþættir og viðmiðunaraðstæður strandsjávarvatnshlota / Quality Elements and Reference Conditions of Coastal Water Bodies. HV 2019-53

Nánari upplýsingar
Titill Gæðaþættir og viðmiðunaraðstæður strandsjávarvatnshlota / Quality Elements and Reference Conditions of Coastal Water Bodies. HV 2019-53
Lýsing

Á grundvelli reglugerðar 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun, er fjallað um gæðaþætti og viðmiðunaraðstæður strandsjávarvatnshlota. Þeir gæðaþættir sem lagt er til að notaðir verði eru lífmassi svifþörunga (blaðgræna‐a), tegundafjöldi og fjölbreytileiki hryggleysingja á mjúkum botni og tegundasamsetning og þekja botnþörunga og styrkur næringarefna að vetrarlagi.

Viðmiðunarmörk hafa verið sett fyrir þær 4 vatnshlotagerðir sem skilgreindar hafa verið í strandsjónum fyrir næringarefni og blaðgrænustyrk og botnlæga hryggleysingja fyrir vistsvæðin tvö, fyrir botnþörunga hefur viðmið verið sett fyrir vatnshlot sem eru opin fyrir öldu. Þau gögn sem liggja til grundvallar þeim niðurstöðum sem lýst er hér að framan eru takmörkuð og ber að hafa það í huga þegar niðurstöður eru skoðaðar.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 32
Leitarorð Lög um stjórn vatnamála, strandsjór, vatnshlot, gæðaþættir, viðmiðunaraðstæður, álag, Water Framework Directive, coastal water, water body, quality elements, reference conditions, pressure
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?