Fiskrannsóknir á vatnasvæði Tungufljóts í Biskupstungum árið 2021. HV 2021-58

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir á vatnasvæði Tungufljóts í Biskupstungum árið 2021. HV 2021-58
Lýsing

Rannsóknin sem hér er greint frá er hluti af verkefni sem hófst árið 2014 og er áætlað til 10 ára. Markmið þess er að fá mat á árangur fiskræktar í Tungufljóti þar sem áhersla er lögð á að fylgjast með vexti og viðgangi laxfiska á svæðinu ofan við fiskstigann við fossinn Faxa. Hér er greint frá niðurstöðum 2021. Á árinu 2021 var sleppt 30 þúsund gönguseiðum laxa, sem er sama magn og verið hefur fjögur sl. ár. Stangveiðin árið 2021 var 339 laxar sem er 39,5% aukning á milli ára. Upp stigann við Faxa voru taldir 118 fiskar, þar af var metið að 100 væru laxar og 18 silungar. Laxgengd upp stigann jókst um 28% milli ára. Uppeldi villtra laxaseiða á svæðinu ofan við Faxa er að mestu bundið við Einholtslæk og Tungufljót neðan við hann. Óvenju mikið fannst af 3+ og 4+ laxaseiðum og hafa 4+ ekki áður fundist í Tungufljóti eða þverám hennar. Samkvæmt greiningu á hreistri voru 25% veiddra laxa úr veiði í Tungufljóti af náttúrulegum uppruna eða úr smáseiðasleppingum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 12
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Tungufljót, Faxi, lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, aldur, fiskrækt, heimtur, örmerki, fiskteljari, laxveiði, seiðasleppingar.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?