Farleiðir gönguseiða laxa á ósasvæði Elliðaáa – áfangaskýrsla 2017. HV 2018-13

Nánari upplýsingar
Titill Farleiðir gönguseiða laxa á ósasvæði Elliðaáa – áfangaskýrsla 2017. HV 2018-13
Lýsing

Reykjavíkurborg áætlar 13 ha landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa til að auka uppbyggingarmöguleika borgarinnar. Svæði sem fer
undir landfyllingu er mögulega nýtt af laxa‐ og urriðaseiðum á göngu sinni úr Elliðaám til sjávar. Til að reyna að meta áhrif landfyllingarinnar á laxastofna Elliðaánna var, árið 2017, gerð rannsókn á farleiðum laxaseiða í Elliðaárvogi. Tólf hlustunarduflum var komið fyrir á og
við fyrirhugað landfyllingarsvæði og 22 laxaseiði voru merkt með hljóðsendimerkjum á göngu sinni til sjávar. Með þessari uppsetningu var gróflega hægt að fylgjast með göngu seiðanna og staðsetja þau í tíma og rúmi meðan þau voru innan hlustunarsviða hljóðduflanna.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2018
Leitarorð Elliðaá, landfylling, lax, hlustunardufl, hlustunar, dufl, farleiðir, vemco
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?