Botndýralíf í nærumhverfi sjókvíaeldisstöðva í Skutulsfirði og Álftafirði í Ísafjarðardjúpi í júní 2018
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Botndýralíf í nærumhverfi sjókvíaeldisstöðva í Skutulsfirði og Álftafirði í Ísafjarðardjúpi í júní 2018 |
| Lýsing |
Ágrip
Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum úr leiðangri sem fór fram í júní 2018 í Skutulsfirði og Álftafirði í Ísafjarðardjúpi. Í leiðangrinum var ástand botndýralífs á nærsvæðum sjókvíaeldissvæða í þessum fjörðum rannsakað, en einnig var markmiðið að prófa ýmsar sýnatökuaðferðir áður en reglubundin árleg vöktun og sýnataka hæfist um haustið. Í Skutulsfirði voru sýni tekin með botngreip (27) og kjarna (21) í 0-600 m frá sjókvíaeldisstöð. Botndýralíf upp við kvíar í Skutulsfirði var mjög fábrotið og fundust þar einungis tíu tegundir en meðalfjöldi tegunda frá öllum öðrum stöðvum var 41. Að undanskildum burstaormategundunum Malacoceros fuliginosus og Capitella capitata, sem eru þekktar fyrir að sækja í svæði þar sem ofauðgun á sér stað, fundust allar aðrar tegundir í lágum fjölda upp við kvíar. Engin greinanleg áhrif fundust af eldinu þegar komið var lengra en 50 m frá sjókvíaeldisstöð. Í Álftafirði voru tekin 19 botngreiparsýni í 0-500 m frá sjókvíaeldisstöð. Nokkur munur var á gerð botndýralífs sunnan og norðan kvíastæðis en engin skýr merki fundust um áhrif eldis á botndýralíf.
Abstract
This report presents the results of a research survey carried out in June 2018 at fish farming sites in Skutulsfjörður and Álftafjörður in Ísafjarðardjúp. The objective of the survey was to test various sampling methods prior to the initiation of annual sampling each autumn. In Skutulsfjörður, 27 samples were collected with a benthic grab and 21 with a corer at distances from 0 to 600 m from the nearest pens. The benthic fauna in samples collected closest to the pens was poor with only 10 species recorded. Except for the polychaete species Malacoceros fuliginosus and Capitella capitata, which are known to colonise areas affected by eutrophication, all other species were found in low densities closest to the pens. No clear impacts of fish farming were observed at distances greater than 50 m from the pens. In Álftafjörður, a total of 19 benthic grab samples were collected at distances of 0-500 m from the pens. The benthic community structure differed somewhat between the north and south of the pens but no clear impacts of fish farming on benthic communities were detected. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
| Útgáfuár |
2025 |
| Tölublað |
40 |
| Blaðsíður |
21 |
| Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
| ISSN |
2298-9137 |
| Leitarorð |
Umhverfisáhrif, botndýr, hryggleysingjar, fiskeldi, sjókvíaeldi, lífrænt álag, tegundafjölbreytileiki, Environmental impact, benthos, benthic invertebrates, aquaculture, mariculture, organic pollution, species diversity |