Ástandsflokkun straumvatna út frá tegundasamsetningu kísilþörunga. HV 2021-11

Nánari upplýsingar
Titill Ástandsflokkun straumvatna út frá tegundasamsetningu kísilþörunga. HV 2021-11
Lýsing

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á kísilþörungum á hörðum botni í straumvötnum á Íslandi. Rannsóknin var gerð fyrir Umhverfisstofnun og er hluti af vinnu vegna stjórnar vatnamála, sem miðar að því að skilgreina aðferðir til að flokka ferskt yfirborðsvatn á Íslandi út frá vistfræðilegu ástandi þess. Niðurstöður greininganna voru notaðar til að reikna út gildi nokkurra umhverfisvísa, eða kísilþörungavísa, sem geta sagt til um ástand straumvatna. Áhersla var lögð á nota sambærilegar aðferðir og notaðar eru í nágrannalöndum okkar. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að hægt sé að nota tegundasamsetningu kísilþörunga við ástandsflokkun straumvatna á Íslandi. Hér er lögð fram tillaga að ástandsflokkun straumvatna út frá útreiknuðum kísilþörungavísi, Specific Pollution Sensitivity Index (IPS), sem byggir á tegundasamsetningu kísilþörunga á hörðum botni í straumvötnum, og einkunnum fyrir einstakar tegundir sem lýsa viðkvæmni þeirra fyrir breytingu á umhverfisaðstæðum. Sett eru fram viðmiðunargildi fyrir IPS kísilþörungavísinn og mörk á milli þriggja ástandsflokka: mjög góðs ástands, góðs ástands og ekki viðunandi ástands. Einnig eru gefin upp vistfæðileg gæðahlutföll fyrir þessi mörk.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 38
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð vistfræðileg ástandsflokkun, umhverfisvísar, kísilþörungavísar, IPS, TDI, stjórn vatnamála, gæðaþættir, viðmiðunargildi, vistfræðilegt gæðahlutfall, EQR
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?