Aðferðir við mat á mjög góðu vatnsformfræðilegu ástandi straum- og stöðuvatna. HV2023-35

Nánari upplýsingar
Titill Aðferðir við mat á mjög góðu vatnsformfræðilegu ástandi straum- og stöðuvatna. HV2023-35
Lýsing

Í skýrslunni er lögð fram aðferðafræði til að meta vatnsformfræðilegt ástand straum- og stöðuvatna á Íslandi. Farið er yfir aðferðir sem nágrannaþjóðir hafa þróað til að meta slíkt ástand og byggir aðferðafræðin meðal annars á nálgun og reynslu þeirra. Sett eru fram flokkunarviðmið fyrir matsþætti sem ná yfir helstu vatnsformfræðilegar breytingar sem búast má við að vatnshlot á Íslandi verði fyrir vegna umsvifa mannsins. Flokkunarkerfið byggir á því að hvert vatnshlot fái eina heildareinkunn fyrir vatnsformfræði sem segir til um hvort það er í náttúrulegu (mjög góðu) ástandi hvað varðar vatnsformfræði, eða hvort það hafi orðið fyrir álagi sem hefur áhrif á vatnsformfræðilega gæðaþætti. Jafnframt er gerð prófun á framlagðri aðferðafræði við mat á vatnsformfræði í nokkrum straum- og stöðuvatnshlotum. Niðurstöður prófananna benda til þess að aðferðin nái að greina áhrif af umfangsmiklum vatnsformfræðilegum breytingum sem helst má vænta í vatnshlotum á Íslandi og er niðurstaða þeirra í stórum dráttum í samræmi við fyrri niðurstöður mats á vatnsformfræði vatnshlota á virkjanasvæðum. Vinna þessarar skýrslu er skv. samningi Umhverfisstofnunar við fagstofnanir og í samræmi við vatnaáætlun Íslands 2022–2027.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Svava Björk Þorláksdóttir
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Nafn Tinna Þórarinsdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Tölublað 35
Blaðsíður 52
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Vatnsformfræði, straumvötn, stöðuvötn, mjög gott vatnsformfræðilegt ástand, aðferðafræði, flokkunarkerfi, matsþáttur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?