Tjörnin í landnámsfasa eftir ördeyðu fyrri ára

Haraldur R. Ingvarsson náttúrufræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur rannsakað vistkerfi Tjarnarinn… Haraldur R. Ingvarsson náttúrufræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur rannsakað vistkerfi Tjarnarinnar í Reykjavík.

Ný skýrsla sem kom út á dögunum á vegum Hafrannsóknastofnunar sýnir að hin síðari ár hafa ekki miklar breytingar á lífríki Tjarnarinnar en sé horft á stöðuna frá árinu 2007 hefur orðið gjörbreyting.

Óhætt er að fullyrða að þeim tíma hafi ástand hennar að flestu leyti verið slæmt. Hún var gruggug og algerlega gróðurlaus. Þannig voru flest gildi hvað varðar vísbendingar um mengun vel ofan viðmiðunarmarka. Á næstu árum var farið í margvíslegar úrbætur sem einnig tóku til Vatnsmýrarinnar, enda ljóst að grunnforsenda bætts vatnsbúskap og umbótum á vatnasviði ef ætlunin var að bæta ástand vatns á borð við Reykjavíkurtjörn.

Nokkurt hlé varð á vöktun Tjarnarinnar á þessum árum en þó var safnað gögnum um blaðgrænu, sýrustig og rafleiðni í tengslum við annað verkefni og benda þær upplýsingar til að frá og með árinu 2012 megi greina merki jákvæðar breytingar á vatnsgæðum.

Árið 2015 var svo gerð könnun á lífríki Tjarnarinnar og þá kom í ljós að vatnagróður hafði náð sér nokkuð á strik og ánæstu árum greri Tjörnin upp að fullu. Á sama tíma hefur rafleiðni farið lækkandi sem bendir til minna magns uppleystra efna í vatninu. Blaðgræna og sýrustig sveiflast nú með árstíðabundnum hætti, svipað og sjá má í náttúrulegum stöðuvötnum. Í dag virðist ríkja nokkur stöðugleiki hvað helstu þætti varðar en væntanlega er kerfið enn í landnámsfasa hvað gróður varðar og það dýralíf sem honum tengist.

Hér má sækja skýrsluna um vistkerfi Tjarnarinnar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?