Rannsókn á gæðaþáttum í ám og vötnum

Rannsókn á gæðaþáttum í ám og vötnum

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru á dögunum í leiðangur um norður og norðausturland til að safna sýnum í ám og vötnum til rannsókna á líffræðilegum gæðaþáttum, smádýrum og þörungum. Þessir þættir eru notaðir til að meta vistfræðilegt ástand í ám og vötnum á svæðinu í samræmi við vatnaáætlun Íslands 2022–2027. Markmið leiðangursins var að safna upplýsingum um lífríki í óröskuðum ám og vötnum og náttúrulegan fjölbreytileika þess.

Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem fram fer á þessu ári og felur í sér athuganir á eðlisefnafræði, smádýrum (púpuhömum og lirfum) og þörungum á sömu rannsóknarstöðum, auk þess sem fiskrannsóknir verða gerðar á völdum stöðum. Rannsóknin er unnin fyrir Umhverfis- og orkustofnun og er sambærileg við rannsóknir sem gerðar hafa verið á öðrum ferskvatnskerfum á Ísland síðan 2022.

Þetta verkefni er hluti af stóru verkefni, LIFE Icewater, sem fékk styrk frá Evrópusambandinu til að hraða verkefnum í vatnaáætlun Íslands 2022–2027. Með rannsókninni fæst betri innsýn í náttúrulegan breytileika í ám og vötnum á Íslandi, sem er mikilvægt til að hægt sé að þróa aðferðir til að meta ástand vatns og vatnavistkerfa.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?