Mynd: Shutterstock
Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 6. júní 2025 kl. 9.00. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt á Teams.
Gestum verður boðið að þiggja léttar kaffiveitingar fyrir fundinn. Fundurinn er öllum opinn fyrir áhugasama.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
08:30 – Húsið opnar (léttar kaffiveitingar)
09:00 – Inngangur
09:10 – Kynning á nýjum aflareglum fyrir ýsu og ufsa (Pamela Woods)
09:25 – Ráðgjöf um meðafla (Guðjón M. Sigurðsson)
09:40 – Ástand þorskstofna í Atlantshafi (Jónas P. Jónasson)
10:00 - Kynning ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 (Bjarki Þ. Elvarsson). Í kjölfarið er boðið upp á spurningar og svör í sal (ekki frá gestum í fjarfundi).
10:45 – Almennar umræður: t.d nánar um ráðgjöf einstakra tegunda – farið í forsendur, og eftir atvikum nánar í aðrar tegundir, að ósk fundarmanna.
11:00 – Lok fundar
Þáttakendur eru beðnir um að skrá sig hér eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 5. júni 2025.
Tengil fyrir fjarfund (Teams) má finna hér. Athugið þau sem mæta á fjarfund geta ekki tekið þátt í fundinum með sama hætti og þau sem mæta staðbundið.