Nýjum tækjabúnaði bætt við rannsóknaaðstöðu Hafrannsóknastofnunar

Mia Cerfonteyn, doktorsnemi á Hafrannsóknastofnun við uppsetningu á FlowCam búnaðinum. Mia Cerfonteyn, doktorsnemi á Hafrannsóknastofnun við uppsetningu á FlowCam búnaðinum.

Háþróaður tækjakostur, FlowCam, var nýverið keyptur frá Fluid Imaging Technologies og komið fyrir á rannsóknastofu umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar. Grunneining búnaðarins er smásjá og háskerpu myndavél, sem myndar agnir sem flæða framhjá linsunni í sérstakri flæðikúvettu. Flæðinu er stýrt með innibyggðri tölvu, sem jafnframt notar hugbúnað til að greina og flokka stafrænar myndir í samræmi við úrval skilgreindra mynda.

Tækjakaupin voru styrkt af Innviðastjóði Rannís. Búnaðurinn kemur sér vel til greininga á svifþörungum í samvinnuverkefni Hafrannsóknastofnunar og Matís, Örverur á Íslandmiðum (MIME). Árið 2016 hlaut verkefnið öndvegisstyrk Rannís til þriggja ára. Vinna doktorsnemans Miu Cerfonteyn við greiningar á svifþörungum í FlowCam er liður í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar í þágu verkefnisins og verður fyrirferðamikill þáttur í doktorverkefni hennar, sem nefnist The distribution, diversity and abundance of phytoplankton in Icelandic marine waters in context of environmental changes.

VisualSpreadsheet software

Myndir af Thalassiosira, keðjumyndandi ættkvísl kísilþörunga, sem voru teknar í FlowCam og hafðar til viðmiðunar í myndgreiningahugbúnaðinum við flokkun á greindum sjósýnum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?