Lækkun á ráðlögðum grásleppuafla

Hrognkelsi. Mynd er úr safni Hafrannsóknastofnunar. Hrognkelsi. Mynd er úr safni Hafrannsóknastofnunar.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 4411 tonn. Er það um 37% lækkun milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2023, en hún var undir langtíma meðaltali og lægri en sést hefur undanfarin ár.

Stofnvísitölur hrognkelsa sveiflast milli ára sem endurspegla að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla, en vísitala síðasta árs var nálægt langtíma meðaltali. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2023/2024 verði 1193 tonn.

Smelltu á hlekkina til að opna ráðgjafarskjal og tækniskýrslu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?