Dregið úr áður boðuðum niðurskurði

Dregið úr áður boðuðum niðurskurði

Eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafa fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Stofnunin mun hvorki þurfa að segja upp fólki né leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þetta er mikill léttir fyrir stjórn og starfsfólk stofnunarinnar.

Eftir stendur að stofnunin þarf að takast á við hagræðingarkröfu sem tilgreind er í fjárlagafrumvarpi, líkt og aðrar stofnanir.

Áfram veður unnið með ráðuneytinu til að finna traustari leiðir til að fjármagna rekstur stofnunarinnar til framtíðar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?