Vísindamenn hjá Hafrannsóknastofnun hafa í fyrsta sinn ræktað loðnu frá klaki til fullorðinsára á rannsóknarstöð. Með öflugum fiskeldisaðferðum sýndi loðnan ótrúlega stöðugan vöxt og náði þroska strax einu ári eftir klak.
Í grein sem birtist nýlega í Journal of Fish Biology kemur í ljós að tvö hrognkelsi (Cyclopterus lumpus), sem merkt voru austur af Íslandi, syntu 1510 km og 1612 km til Danmerkur til að hrygna. Ekki var vitað áður að hrognkelsi syntu svo langar vegalengdir.
Málstofa 19. nóvember: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið
Hjálmar Hátún haffræðingur hjá færeysku hafrannsóknastofnuninni mun flytja erindið: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið