Undanfarna daga hefur farið að bera á göngum hnúðlaxa upp í ár hér á landi. Þeir eru þegar farnir að veiðast, en einnig hefur orðið vart við þá í fiskteljurum með myndavélum. Hnúðlaxar hafa veiðst í ám í öllum landshlutum, en flestir í ám á Austurlandi. Búist er við allnokkrum göngum hnúðlaxa í ár í sumar.
Hafrannsóknastofnun auglýsir tímabundið starf sérfræðinge í rannsóknum og þróun á veiðarfæratækni sem stuðlar að bættri kjörhæfni, minni áhrifum á hafsbotninn og lækkun kolefnisspors. Starfið er hluti af Marine Guardian verkefninu sem styrkt er af Horizon áætlun Evrópusambandsins.
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru á dögunum í leiðangur um norður og norðausturland til að safna sýnum í ám og vötnum til rannsókna á líffræðilegum gæðaþáttum, smádýrum og þörungum. Þessir þættir eru notaðir til að meta vistfræðilegt ástand í ám og vötnum á svæðinu í samræmi við vatnaáætlun Íslands 2022–2027.