Öflugur liðsauki víðsvegar að úr heiminum hefur borist höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar. Nemendur UNESCO GRÓ Sjávarútvegsskólans komu nýlega til landsins til að sinna hálfs árs námi í sjávarútvegs- og ferskvatnsfræðum af ýmsu tagi.
Vísindamenn hjá Hafrannsóknastofnun hafa í fyrsta sinn ræktað loðnu frá klaki til fullorðinsára á rannsóknarstöð. Með öflugum fiskeldisaðferðum sýndi loðnan ótrúlega stöðugan vöxt og náði þroska strax einu ári eftir klak.
Í grein sem birtist nýlega í Journal of Fish Biology kemur í ljós að tvö hrognkelsi (Cyclopterus lumpus), sem merkt voru austur af Íslandi, syntu 1510 km og 1612 km til Danmerkur til að hrygna. Ekki var vitað áður að hrognkelsi syntu svo langar vegalengdir.