Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Niðurstöður bergmálsmælinganna sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.
Djúpkanni keyptur til rannsókna á leyndardómum hafsbotnins
Hafrannsóknastofnun fékk nýlega afhendan nýjan fjarstýrðan kafbát í þeim tilgangi að auka möguleika til rannsókna í fjörðum og flóum umhverfis landið og gera þeim betri skil en tæki af þessu tagi hafa verið nefnd djúpkannar til að forðast samanburð við stærri og mannaða kafbáta.
Helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska að haustlagi
Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 27. september-29. október 2024.