Starfstöðvarstjóri í Ólafsvík

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða starfstöðvarstjóra við starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar sem og öflun og úrvinnslu gagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Helstu verkefni starfstöðvarinnar eru rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar og sýnataka úr afla. Á starfsstöðinni hafa verið 3-5 stöðugildi.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð á daglegum rekstri starfstöðvarinnar
 • Rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar með áherslu á fiskungviði
 • Umsjón með sýnatöku úr afla á Snæfellsnesi
 • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum á sjó
 • Önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðinni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framhaldsmenntun í líffræði eða skyldum greinum, æskilegt er að umsækjandi hafi doktorspróf
 • Hafa stýrt rannsóknum og birt ritrýndar vísindagreinar
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Reynsla af stjórnun og teymisvinnu
 • Getu til að vinna sjálfstætt, viðhafa vönduð vinnubrögð og metnað
 • Góð samskiptafærni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg náms- og ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal tvo meðmælendur. Æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans

Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2020.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri Botnsjávarsviðs, gudmundur.thordarson@hafogvatn.is og Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hafrannsóknastofnunar, berglind@hafogvatn.is

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar:

https://www.hafogvatn.is/is/um-okkur/hafrannsoknastofnun/stefnur/jafnrettisaaetlun

Sækja um starf

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru:  Þekking - Samvinna - Þor

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?