Rækjuráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2023/2024

Rækjuráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2023/2024

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli rækju í Arnarfirði fiskveiðiárið 2023/2024 verði ekki meira en 166 tonn og að afli rækju í Ísafjarðardjúpi verði 0 tonn.

Hlekkur á ráðgjöf um Arnarfjörð.

Hlekkur á ráðgjöf um Ísafjarðardjúp.

Stofnvísitala rækju í Arnarfirði lækkaði árið 2023 og var svipuð og á árunum 2018-2021. Mikið var af ýsu á svæðinu en árin 2020-2023 voru vísitölur ýsu þær hæstu frá árinu 2011. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar í Arnarfirði, má finna í tækniskjali.

Hlekkur á tækniskýrslu um Arnarfjörð.

Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist mjög lág. Vísitölur ýsu hafa verið háar frá árinu 2004 og frá árinu 2020 hafa þær verið mjög háar í sögulegu samhengi. Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað og haustið 2023 fannst ýsa inn eftir öllu Ísafjarðardjúpi. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar í Ísafjarðardjúpi, veiðar og ráðgjöf má nálgast í tækniskjali.

Hlekkur á tækniskýrslu um Ísafjarðardjúp.

Hlekkur á ráðgjafarvef - en vegna tæknilegra öðruleika er hægt að setja inn skjölin þar inn. Gerum það um leið og hægt er.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?