Vatnakerfi Blöndu 2014. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngufiskar

Nánari upplýsingar
Titill Vatnakerfi Blöndu 2014. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngufiskar
Lýsing

Ítarlegar rannsóknir á fiskstofnum vatnakerfis Blöndu hafa verið stundaðar um árabil. Í þessari skýrslu er að finna niðurstöður um seiðarannsóknir og stangaveiði í Blöndu og Svartá sumarið 2014, auk fiskgengdar um fiskteljara í Ennisflúðum. Einnig er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á vatnshita í Blöndu. Þéttleiki og ástand seiða var kannað með rafveiðum í Blöndu í júlí (5 stöðvar)  og í Svartá í september (6 stöðvar). Laxaseiði veiddust á öllum stöðvunum í Blöndu og voru þau vorgömul til tveggja ára, auk eins þriggja ára seiðis. Bleikjuseiði veiddust á þremur stöðvum og urriðaseiði á einni stöð. Laxaseiði veiddust á öllum stöðvum í Svartá. Vísitala þéttleika laxaseiða hefur lækkað í báðum ánum síðustu þrjú sumur, en er þó há miðað við eldri tölur um þéttleika laxaseiða í ánum. Alls veiddust 2.225 laxar í vatnakerfinu sumarið 2014. Í Blöndu var mesta veiðin neðan Ennisflúða, 1.217 laxar og næst mest á svæði IV í Blöndu, 457 laxar. Í Svartá veiddust 292 laxar. Um 15% veiddra laxa var sleppt aftur (21,6% stórlaxa og 10,7% smálaxa) og var heildarafli í vatnakerfinu því 1888 laxar sumarið 2014. Í heild gengu 4.368 laxar í vatnkerfið sumarið 2014 og var aflahlutfallið 43,2%. . Bleikjuganga upp fyrir Ennisflúðir var metin 1049 fiskar sumarið 2014. Alls gengu 1.626 smálaxar og 914 stórlaxar um teljarann sumarið 2014, auk 839 silunga. Mesta gangan var á tímabilinu frá því fyrri part júlímánaðar og fram undir miðjan ágúst.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, bleikja, seiðarannsóknir, teljari, vatnshiti, veiði, Blanda, Svartá, Blöndulón, Ennisflúðir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?