Vatnakerfi Blöndu 2013. Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskur

Nánari upplýsingar
Titill Vatnakerfi Blöndu 2013. Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskur
Lýsing

Ítarlegar rannsóknir á fiskstofnum vatnakerfis Blöndu hafa verið stundaðar síðustu þrjá áratugi. Í skýrslunni er að finna niðurstöður um seiðarannsóknir og stangaveiði í Blöndu og Svartá 2013, auk fiskgengdar um fiskteljara í Ennisflúðum. Einnig er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á vatnshita í Blöndu. Dagana 25. og 26. júlí var þéttleiki og ástand seiða á vatnasvæði Blöndu kannað. Í þeim tilgangi var veitt með rafmagni á samtals 1.409 m2 á fimm stöðvum í Blöndu og sex stöðvum í Svartá. Seiðarannsóknir benda til að þeir árgangar sem búast má við að gangi til sjávar næsta sumar séu sterkir í bæði Svartá og Blöndu. Engin laxaseiði eldri en tveggja vetra (2+) veiddust í Blöndu að þessu sinni og í Svartá var afar lítið um eldri seiði. Það er líkt og sást í seiðarannsóknum sumarið 2012.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Útgefandi Veiðimálastofnun
Leitarorð blanda, vatnakerfi, seiðarannsóknir, stangveiði, göngufiskur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?